Nýtt embætti lögreglustjóra í Borgarnesi samkv. drögum

október 9, 2014
Innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta, en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015 samkvæmt lögum frá því í vor.

Efni reglugerðanna er tvíþætt: Annars vegar er kveðið á um hver umdæmamörk hinna nýju embætta verða og hins vegar hvar aðalstöðvar lögreglustjóra og aðalskrifstofur sýslumanna skuli staðsettar, sem og aðrar lögreglustöðvar og sýsluskrifstofur.
Samkvæmt tillögum ráðuneytisins verður sýslumaður Vesturumdæmis staðsettur í Stykkishólmi en lögreglustjóri í Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir sýsluskrifstofum að auki í Snæfellsbæ, Búðardal, Borgarnesi og á Akranesi. Lögreglustöðvar verða í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Borgarnesi og Akranesi.
Nánar má lesa um þetta á vef Skessuhorns: http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/190426/

 

Share: