Nýtt Borgarfjarðarkort

ágúst 6, 2008
Nýtt Borgarfjarðarkort fyrir ferðamenn hefur nú litið dagsins ljós og kom út í 10.000 eintökum.
 
Þetta er í áttunda sinn sem þetta vinsæla ferðakort er gefið út.
Fyrst var það unnið á vegum Ferðamálasamtaka Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en nú af Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands fyrir atbeina atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar. Í þessari nýju útgáfu er búið að uppfæra ýmsar upplýsingar og bæta við ljósmyndum og ýmsu fleiru. Á forsíðu kortsins má eftir sem áður sjá mynd af Hraunfossum í Hvítársíðu, enda er þar að finna einn mest sótta ferðamannastað á landinu.
 
Frekari upplýsingar: Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands: 437 2214 eða tourinfo@vesturland.is
 
Ljósmynd með frétt: Hrafnhildur Tryggvadóttir.
 

Share: