Ný slökkvibifreið

september 27, 2006

Í gær föstudag var skrifað undir samning í Borgarbyggð um kaup á nýrri slökkvibifreið.

Slökkvibifreiðin er frá Wawrsazsek í Póllandi. Slökkvibifreið á Renault undirvagni 450.19 með fjórhjóladrifi (sídrifi) háu og lágu og stóru áhafnarhúsi fyrir sjö manns og 450 hestafla vél.
Hér votta Bjarni og Hafsteinn sölufulltrúi samninginn
Nokkrar sams konar bifreiðir hafa verið seldar undanfarið þ.e. með Ruberg brunadælu 4000 l./ mín há og lágþrýstri.
Bifreiðin verður með 4000 l. vatnstank og 200 l. froðutank, 2000 W fjarstýrðu ljósamastri, 4,5 kW rafstöð, slönguhjóli með 90 m. 3/4″ slöngu, úðabyssu með froðustút á þaki 3.200 l/mín, stiga, sogbörkum, reykköfunarstólum, miðstöðvum í yfirbyggingu og áhafnarhúsi ásamt sér miðstöð fyrir barka til að leiða að slysstað, ástig í hvern skáp, vinnuljós á þaki og umhverfis, fjórum reykkafarastólum, gangráð á dælu en brunadælan er að stærstum hluta loftstýrð.
Hér er staðið við slökkvibifreið Ölfuss og heldur bæjarstjórinn Páll á samningum. Allir brosandi í sólinni sem var í Borgarfirðinum í gær.
Ýmsar innréttingar eins og snúanlegir veggir, skúffur, pallar og slöngurekkar ofl. ofl.

Ruber brunadæla 4000 l/mín lág og háþrýst 150 l/mín við 40 bar.

Til fróðleiks er hér mynd af samskonar dælu og verður í þessari bifreið þ.e. Ruberg 4.000 l/mín á lágþrýstingi og 150 l/mín á háþrýstingi.

Með tilkomu þessarar bifreiðar í Borgarbyggð mun tækjakostur breyta miklu fyrir slökkviliðsmenn hvað varðar hraða og ekki síður pláss fyrir búnað og þá sjálfa.

Til hamingju Borgarbyggð.
Bjarni Þ.

 

Share: