Ný skipulagsskrá Menningarsjóðs

september 26, 2007
Ný skipulagsskrá hefur verið samþykkt fyrir Menningarsjóð Borgarbyggðar.
Sjóðurinn var stofnaður var árið 1967 í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Borgarness. Fyrsta skipulagsskrá sjóðsins var samþykkt árið 1970 og ný skipulagsskrá árið 1979.
 
Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og í nýrri menningarstefnu sem verið er að vinna fyrir sveitarfélagið er kveðið á um að sérstök rækt verði lögð við grasrótina í menningarlífi á svæðinu við veitingu styrkja.
Sjá má nýja skipulagsskrá sjóðsins með því að smella hér.
 
Ljósmynd með frétt er af lágmynd í Skallagrímsagarði í Borgarnesi og er tekin af Ragnheiði Stefánsdóttur.

Share: