Nýr starfsmaður á framkvæmdasviði Borgarbyggðar

janúar 3, 2008
Kristján Finnur Kristjánsson hefur störf hjá Borgarbyggð mánudaginn 7. janúar sem verkefnastjóri framkvæmdasviðs. Kristján er trésmiður að mennt og hefur starfað við smíðar síðustu árin. Hann er ættaður frá Laxholti í Borgarfirði. Kristján er í sambúð með Gunni Björk Rögnvaldsdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn saman. Starf verkefnastjóra framkvæmdasviðs felst meðal annars í því að halda utan um Eignasjóð, sjá um viðhald og nýframkvæmdir fasteigna sveitarfélagsins, auk þess að sinna úttektum í samstarfi við byggingarfulltrúa.
 

Share: