Nýr sparkvöllur vígður

september 14, 2009
Miðvikudaginn 2. september var vígður nýr sparkvöllur við Laugagerðisskóla.
Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholtshreppur stóðu fyrir uppbyggingu vallarins, en þetta er fjórði sparkvöllurinn með gervigrasi sem byggður hefur verið af sveitarfélaginu með stuðningi sparkvallarátaks KSÍ.
Það voru börn í Laugagerðisskóla sem klipptu á borða og vígðu þannig þetta íþróttamannvirki eftir að þeir Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Jakob Skúlason fulltrúi KSÍ höfðu flutt stutt ávörp af þessu tilefni. Völlurinn er af hefðbundinni sparkvallarstærð og hefur þegar verið mikið notaður af börnum í skólanum.
Myndirnar tala sínu máli um þennan gleðidag hjá börnunum í Laugagerði.
 

Share: