Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Varmalandsskóla. Alls sóttu fimm umsækjendur um stöðuna. Hún mun taka við starfinu þann 1. ágúst nk. af Þórunni Maríu Óðinsdóttur sem gegndi því síðastliðið ár. Ingibjörg Inga er menntaður kennari með bæði grunn- og framhaldsskólaréttindi, auk framhaldsnáms frá KHÍ. Veturinn 2006-2007 starfaði hún sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar í afleysingum en hafði þar á undan kennt í mörg ár við Grunnskóla Tálknafjarðar. Borgarbyggð býður Ingibjörgu Ingu velkomna til starfa.