Á dögunum var auglýst laus til umsóknar staða launafulltrúa Borgarbyggðar í kjölfar þess að Ingibjörg Ingimarsdóttir ákvað að láta af störfum í haust eftir langt og farsælt starf.
Níu umsóknir bárust um starfið og sóttu þessir um:
- Arndís Guðmundsdóttir verslunarstjóri og fyrrverandi innheimtufulltrúi Borgarbyggðar, Bjarnastöðum 311 Borgarnes
- Elín Ása Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, Arnarklettur 30, 310 Borgarnes
- Elva Pétursdóttir viðskiptafræðingur, Stekkjarholt 5, 310 Borgarnes
- Helgi Björn Ólafsson, MSc í verkefnastjórnun, Sóltún 20, Hvanneyri 311 Borgarnes
- Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir, verslunarstjóri, Stöðulsholt 5, 310 Borgarnes
- María Björgvinsdóttir, lögfræðingur, Vallarbraut 3, 300 Akranes
- Sigurður Guðmundsson viðskiptafræðingur, Svöluklettur 3, 310 Borgarnes
- Sigurlaug Hauksdóttir, BA í félagsfræði, 17, rue Jean, Pierre Biermann, Luxembor
- Svanhvít Pétursdóttir, viðskiptafræðingur, Mávaklettur 14, 310 Borgarnes
Hefur Arndís Guðmundsdóttir á Bjarnastöðum verið ráðin launafulltrúi Borgarbyggðar og er hún boðin velkomin til starfa í haust.