
Slökkviliði Borgarbyggðar hefur borist nýr liðsmaður, hann Bjössi brunabangsi sem ætlar að hjálpa slökkviliðsmönnunum hjá slökkviliðinu að fræða börnin sem eru í leikskólum Borgarbyggðar um hvað eldurinn getur verið hættulegur ef verið er að fikta. Hann ætlar líka að segja börnunum allt um reykskynjarann og hvað við þurfum að hafa í lagi heima hjá okkur svo að allir séu öruggir.
Bjössa hlakkar mikið til að hitta öll börnin en hann er nýfluttur hingað til Íslands frá Noregi þar sem hann hefur búið og starfað hjá norskum slökkviliðum og líka leikið í myndunum um Bjössa brunabangsa.