Sunnudaginn 2. september verður tekið upp nýtt skipulag almenningssamgangna á Vesturlandi, en nýverið tóku Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi við umsjón almenningssamganga á svæðinu af Vegagerðinni. Nýtt skipulag hefur verið unnið í samráði við önnur landshlutasamtök í Norðvestur-kjördæmi. Samið hefur verið við Stætó bs. um að hafa umsjón með akstrinum og voru flestar leiðir boðnar út og voru Hópbílar með lægsta tilboðið.
Fyrir íbúa Borgarbyggðar hefur nýtt skipulag í för með sér miklar breytingar og verulega aukið framboð á ferðum. Þannig verða átta ferðir alla virka dag á milli Borgarness og Reykjavíkur, þrjár ferðir laugardaga og fjórar ferðir sunndaga. Alla virka daga verður síðan boðið upp á ferð síðdegis frá Borgarnesi um uppsveitir Borgarfjarðar og mun bíllinn stoppa á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Reykholti, Varmlandi , Baulu og enda síðan í Borgarnesi. Til þess að bíllinn fari þessa hringferð þarf að panta far sérstaklega með tveggja tíma fyrirvara.
Hægt er að kynna sér sér tímaáætlanir og verðskrá í meðfylgjandi bæklingi.