Nýir starfsmenn í ráðhúsi Borgarbyggðar

ágúst 26, 2008
Nokkrar breytingar eru á starfsmannaliði ráðhússins í Borgarnesi um þessar mundir og tilfærsla milli starfa. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri er farin í fæðingarorlof frá og með deginum í dag, 26. ágúst. Ásþór Ragnarsson, starfandi sálfræðingur Borgarbyggðar mun gegna stöðu fræðslustjóri í fjarveru Ásthildar. Á meðan hann gegnir starfi fræðslustjóra munu taka við hans starfi, sálfræðingarnir Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson. Ásta Björk Björnsdóttir sérkennsluráðgjafi er einnig að fara í fæðingarorlof. Kolfinna Njálsdóttir, sem verið hefur kennari hjá Grunnskólanum í Borgarnesi, mun leysa hana af á meðan. Sawai Wongphoothorn sem séð hefur um ræstingar og umsjón með eldhúsi undanfarin ár er hætt störfum. Guðmundína Jóhannsdóttir hefur tekið við af henni, en hún starfaði áður sem skólaliði hjá Grunnskólanum í Borgarnesi.
 

Share: