
Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skjánirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu.
Fyrirtækið Skjálausnir sáu um uppsetningu, en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins, svo sem tímatöflur, tilkynningar, viðburði og annað sem tengist starfseminni.
Markmiðið með verkefninu er að gera þjónustuna skilvirkari og aðgengilegri fyrir alla sem leggja leið sína í íþróttahúsið. Með tilkomu skjánna verður hægt að miðla upplýsingum á skjótan og aðlaðandi hátt, sem vonandi stuðlar að betri upplifun gesta.
Skjáirnir eru staðsettir bæði við inngang og afgreiðslu