Nýi Kaupþing Banki kaupir stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu

nóvember 7, 2008
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í dag, var samþykkt að taka tilboði Nýja Kaupþings Banka í stofnfé sveitarfélagsins í Sparisjóði Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings Banka, eftirlitsstofnana og því að samningar náist við lánveitendur sparisjóðsins.
Salan er liður í því að tryggja fjárhagslegan grundvöll sjóðsins og hagsmuni viðskiptavina hans.
 

Share: