Ný hunda- og kattasamþykkt fyrir Borgarbyggð

janúar 24, 2008
Ný hunda- og kattasamþykkt fyrir Borgarbyggð öðlaðist gildi 17. janúar síðastliðinn með staðfestingu frá Umhverfisráðuneytinu. Hér má nálgast samþykktina. Einnig verða þær reglugerðir sem vísað er til í samþykktinni aðgengilegar á heimasíðunni undir ,,hreinlætismál”
 
Íbúar á þeim þéttbýlisstöðum sem tilgreindir eru í samþykktinni eru beðnir um að skrá hunda sína og ketti hið fyrsta á skrifstofu Borgarbyggðar eða á heimasíðu Borgarbyggðar en umsóknareyðublað verður tiltækt þar strax í næstu viku. Nánar auglýst síðar.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að veita þeim hundaeigendum sem lokið hafa grunnnámskeiði í hundauppeldi sem viðurkennt er af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands helmings afslátt af árlegu hundagjaldi.
 
Nánari upplýsingar um hunda- og kattasamþykktina gefur Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og kynningarfulltrúi í síma 433-7100
eða gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is
 
 

Share: