Ný heimasíða Safnahúss Borgarfjarðar

apríl 26, 2016
Featured image for “Ný heimasíða Safnahúss Borgarfjarðar”

Ný glæsileg heimasíða hefur verið tekin í notkun hjá Safnahúsi Borgarfjarðar og markar hún fyrsta skrefið í endurnýjun vefja hjá Borgarbyggð.
Síðan er í WordPress umhverfi og aðlagar sig vel að nýjum tæknilausnum s.s.snjallsímum. Á henni er m.a. ýmiss fróðleikur um sögu og starfsemi safnanna, gátt að ljósmyndasafni og greint er frá ýmsum sérverkefnum er snerta sögu héraðsins. Einnig er þar að finna aðgengilegar upplýsingar um sýningastarfsemina, greinargott efni fyrir erlenda ferðamenn og fjölda ljósmynda. Auðvelt er að átta sig á staðsetningu hússins á gagnvirku korti og fara beint af síðunni á Facebook eða Instagram. Er þetta mikill áfangi í sögu safnanna. Það er Nepal hugbúnaður ehf í Borgarnesi sem setti síðuna upp fyrir Safnahús og slóðin er þessi: www.safnahus.is


Share: