Félagsmiðstöð fyrir unglinga í 8. – 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar var formlega opnuð á Kleppjárnsreykjum miðvikudaginn 12. des. s.l. í Blómaskálanum Kleppjárnsreykjum. Félagsmiðstöðin verður opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15.30 – 19.00. til að byrja með.
Á nýju ári verður einnig prófað að hafa opið eitt kvöld í viku á Hvanneyri ef þátttaka verður næg.
Innra starf í félagsmiðstöðinni verður í höndum stjórnar nemendafélagsins skólans en starfsmaður hennar er Arnoddur Magnús Danks.
Nú fer fram nafnasamkeppni meðal unglinga um nafn á nýju félagsmiðstöðina þeirra og verður nafnið birt í útvarpsþætti stjórnarinnar á FM Óðali í dag kl. 18.00 þar sem stjórnin segir frá félagsstarfinu sínu í vetur og framtíðaráformum.