Ný útgáfa af ábendingagátt fór í loftið föstudaginn sl, en um er að ræða nýtt viðmót sem hefur verið í þróun í nokkurn tíma.
Nýja ábendingagáttin er notendavænni en fyrri útgáfa og gerir íbúum kleift að merkja inn staðsetningar og einnig er hægt að setja inn myndir. Auk þess virkar nýja viðmótið vel í öllum snjalltækjum og því mjög auðvelt að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti.
Þá er einnig nýtt og öflugt bakendakerfi sem tekur á móti ábendingum sem gerir það að verkum að starfsfólk þjónustuvers getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim á framfæri. Kerfið sýnir einnig hvar ábending er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður.
Kerfisvinnslan í nýja viðmótinu gerir það að verkum að hægt er að flokka ábendingarnar og úthluta á tiltekið svið og einingar þess. Starfsfólk þjónustuvers flokkar ábendinguna og kemur henni til ábyrgðaraðila. Það getur verið starfsmaður hjá sveitarfélaginu eða í einhverjum tilvikum samstarfsaðili eins og Veitur, Vegagerðin og svo framvegis.
Ábendingagáttin er á sama stað og áður inni á heimasíðu Borgarbyggðar. Íbúar ýta á hnappinn og setja inn nafn sitt, netfang, efni ábendingar og eins og fyrr segir er hægt að bæta við staðsetningu og mynd. Sendandi fær fljótlega kvittun um móttöku og skilaboð um að ábendingunni verði komið í farveg innan 48 klst.
Hver og ein ábending mun aðstoða sveitarfélagið í að gera þjónustuna enn betri. , það er því ekki eftir neinu að bíða – sendið ábendingu hér.