Norræni skjaladagurinn

nóvember 7, 2008
Í tilefni norræna skjaladagsins sem haldinn er 8. nóvember hefur verið opnaður vefurinn www.skjaladagur.is . Tilgangur norræna skjaladagsins er að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Að þessu sinni er þemað „gleymdir atburðir“. Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði í sögu þjóðarinnar sem ekki eru í hávegum hafðir þessa stundina eða hafa þokað nokkuð til hliðar.
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar á þarna m.a. síðu með fróðleik um Guðmund Kristjánsson vinnumann sem keypti sér leyfisbréf til lausamennsku árið 1894. Í næstu viku verður Héraðsskjalasafnið með kynningu á starfsemi safnsins og sýningu á skjölum og myndum sem tengjast gleymdum atburðum.
 
 
Meðfylgjandi eru myndir af leyfisbréfinu og Guðmundi Kristjánssyni ásamt heimilisfólki sínu að Hamraendum árið 1910. Myndina tók Cramer sem var danskur landmælingamaður.
 
 

Share: