Snorrastofa helgar starf sitt Norrænu bókmenntavikunni, sem er haldin á vegum Norrænu félaganna 12.-18. nóvember. Yfirskrift vikunnar er: Hetjur norðursins.
Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, fellur vel að þessu starfi og eykur mikilvægi þess að unnið sé að ræktun bóklesturs og iðkun tungu og bókmennta um öll Norðurlönd.
Mánudagur 12. nóvember kl. 10: Vikan hefst með morgunstund með börnum frá Kleppjárnsreykjum. Ingibjörg Kristleifsdóttir les úr bók, sem valin hefur verið til lesturs um öll Norðurlönd, Handbók fyrir ofurhetjur eftir Elias og Agnes Våhlund .
Þriðjudagur 13. nóvember kl. 20:30: Fyrirlestrar í héraði. „Lestur af pappír og skjá“, Haukur Arnþórsson flytur.
Fimmtudagurinn 15. nóvember kl. 20: Prjóna-bóka-kaffi. Sigurður Halldórsson á Gullberastöðum les fyrir gesti, úr bók vikunnar, Íslenskir kóngar eftir Einar Már Guðmundsson.
Snorrastofa hvetur fólk til að njóta góðrar og gefandi samveru í komandi bókmenntaviku, þar sem leitast er við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir, auk þess að fjalla um títt nefnda stöðu lesturs á tímum snjallvæðingar.
Verið öll velkomin.