Norðurlandamót stúlkna í skák fer fram í Osló 18. til 21. apríl. Mótið er ætlað keppendum á aldrinum 8 -20 ára. Þarna etja kappi þær stúlkur sem hvað bestum árangri hafa náð í sínum heimalöndum. Níu keppendur fóru utan til að keppa fyrir Íslands hönd og þar á meðal systurnar þær Tinna Krístin Finnbogadóttir og Hulda Rún Finnbogadóttir frá Hítardal í Borgarbyggð. Keppt er í þremur aldursflokkum. Tinna er í flokki með keppendum á aldrinum 17 – 20 ára og Hulda Rún í flokki með stúlkum 13 ára og yngri. Fyrsta umferð var tefld í dag en alls verð tefldar fimm umferðir á mótinu.