Njótið útiveru í logni og snjó

janúar 30, 2009
Það er veðursæld í Borgarbyggð þessa dagana og eru allir hvattir til að notfæra sér blíðuna og fara út að hreyfa sig í snjónum. Það er ótrúlega gaman að fara út með börnin og renna eða ganga í stillunni sem er nú dag eftir dag.
Einnig er bent á að nú er gott gönguskíðafæri og það er frábært að ganga á gönguskíðum t.d. upp á golfvellinum við Hamar.
Fólk á öllum aldri gengur og skokkar daglega á upphituðum brautum á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.
Heyrst hefur af mörgum hópum sem eru að fara út að ganga og skokka saman eftir vinnu og er það frábært.
Bendum sérstaklega á Lífshlaupsátak ÍSÍ sem er hvatningaleikur fyrir vinnustaði, skóla og einstaklinga www.lifshlaupid.is.
Myndirnar frá Skallagrímsvelli tala sínu máli og mikil aukning iðkenda er í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi þessa dagana.
Myndir: Indriði Jósafatsson.

Share: