Niðurstöður úr könnunum – Sögutorgin

október 26, 2023
Featured image for “Niðurstöður úr könnunum – Sögutorgin”

Alternance í samstarfi við Borgarbyggð hefur nú birt niðurstöður vefkönnunar sem fór fram 21. maí – 5. júní sl. ásamt SVÓT-greiningarvinnunni sem unnin var á íbúafundi í Hjálmakletti í maí sl. Í slíkri greiningu er horft til þess að finna og flokka innri og ytri áhrifaþætti varðandi ákveðið viðfangsefni. Innri áhrifaþættir eru styrkleikar og veikleikar en ógnanir og tækifæri tilheyra ytri þáttum. Viðfangsefnið var gamli bærinn í Borgarnesi í heild sinni.

Í megindráttum voru niðurstöðurnar SVÓT-greiningar, þær að helstu styrkleikar að mati þátttakenda hafi verið náttúran og útsýni, saga og menning og helstu tækifærin felast í að skapa heildstætt og aðlaðandi umhverfi. Hægt er að sjá nánar skýrsluna hér.

Niðurstöður vefkönnunar sýndu áhuga þátttakenda á uppbyggingu í gamla bænum í Borgarnesi. Var vilji til þess að forhönnun torga, annars vegar framan við Skallagrímsgarð og hins vegar framan við Landnámssetrið, legði mesta áherslu á eflingu mannlífs, því næst gera sögu og minjum hátt undir höfði ásamt því að taka mið af náttúru/útsýni. Nálgast má skýrsluna hér.

Borgarbyggð vill hvetja íbúa til þess að kynna sér verkefnið, en hægt er að nálgast upplýsingar á vefsíðu verkefnisins, www.sogutorgin.is. Íbúar geta sent inn ábendingar, athugasemdir og annað tengt verkefninu í gegnum gátt verkefnisins sem er að finna á vefsíðunni. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og þar með fá helstu upplýsingar hverju sinni. Þá er vakin athygli á facebook-síðu verkefnisins – sögutorgin.


Share: