Um árabil hafa nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri hannað og selt jólakort til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni ákváðu þeir að verja ágóða af jólakortasölunni til þess að styðja við bakið á Pálfríði Sigurðardóttur frá Stafholtsey. Pálfríður gekkst undir erfiða hjartaaðgerð í Svíþjóð á dögunum en sonur hennar er nemandi í Grunnskóla Borgarfjarðar.www.gbf.is
Nemendur söfnuðu alls 55 þúsund krónum og vona að gjöfin komi að góðu gagni. Með verkefnum sem þessum gefst gott tækifæri til að kenna nemendum samábyrgð og gildi þess að gefa og rétta hjálparhönd