Símenntunarmiðstöðin hyggst halda námskeið í olíumálun ef næg þátttaka fæst. Farið verður í undirstöðuatriði olíumálunar, litblöndun. Myndbyggingu, áferð og íblöndun. Unnið verður á pappír og striga. Pappír og strigi er innifalið í námskeiðsgjaldi en þátttakendur taka með sér olíuliti og pensla.
Kennt verður að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, mánudaga kl. 19-21 frá 13. september til 25. október. Kennari er Áslaug Sigvaldsdóttir kennari og myndlistakona.
Einungis vantar tvo þátttakendur í viðbót til að unnt sé að halda námskeiðið og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig.