Nám samhliða starfi

desember 9, 2016
Featured image for “Nám samhliða starfi”

Tuttugu starfsmenn  skóla stunda nám samhliða starfi með styrk frá Borgarbyggð

Tuttugu starfsmenn   skóla stunda nám samhliða starfi í vetur. Þeir fá styrk frá Borgarbyggð sem felst í því að starfsmennirnir og kennararnir halda launum þann tíma sem þeir sækja staðbundnar námslotur og vettvangsnám. Á það við um starfsmenn sem stunda nám á námsbraut framhaldsskóla á skólaliðabraut, starfsmenn sem stunda grunnnám í fjarnámi á háskólastigi til leikskóla, grunnskóla og íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða kennara sem stunda framhaldsnám, þar á meðal mastersnám.

Þrettán kennarar í leik- og grunnskólum stunda meistaranám, fjórir starfsmenn leikskóla stunda grunnnám til B.Ed gráðu og þrír starfsmenn viðbótarnám til stúdentsprófs.

Gæði skólastarfs aukast við að hafa sterka fagmenn í kennslu sem hefur áhrif á frammistöðu og líðan nemanda þegar til lengri tíma litið.

Reglur Borgarbyggðar má finna hér: „Reglur um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar

Einnig sinna starfsmenn Borgarbyggðar símenntun í vetur, en fjölmörg námskeið og fyrirlestrar verða í boði Borgarbyggðar í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi.


Share: