Mýramaðurinn til sýnis í Landnámssetri

janúar 19, 2007
 
Mýramenn hafa löngum þótt merkilegir. Það merkilegir að samið hefur verið sérstakur leikþáttur um þá. Laugardaginn 27. janúar verður Mýramaðurinn (Hopmo Palustre) frumsýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi.
 
Það er okkar ástsæli fréttamaður, grínari og síðast en ekki síst Mýramaðurinn, Gísli Einarsson sem ber ábyrgð á verkinu. Þar rekur hann þróunarsögu Mýramannsins allt frá steinöld að Mýraeldunum 2006. Þetta gerir hann í eigin persónu og með hjálp hreyfimynda. Meðal gestaleikara á hvíta tjaldinu eru Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Hallgrímur Ólafsson, formenn stjórnmálaflokkanna, auk fjölda annarra.
Mýramaðurinn er þriðja frumsýningin á Söguloftinu. Sú fyrsta var Mr. Skallagrímsson sem leikin var fyrir fullu húsi frá opnun Landnámsseturs til loka október. Frumsýning númet tvö var Svona eru menn með þeim KK og Einari Kárasyni og nú Mýramaðurinn eftir Gísla Einarsson.
Upplýsingar um sýningatíma Mýramannsins er að finna á http://www.landnamssetur.is/ og í síma 437-1600.
 
 
 
 

Mýramaður í mýri

Share: