Undanfarnar vikur hefur Borgarbyggð verið að taka á móti hópi Úkraínufólks á Bifröst. Í apríl opnaði móttökustöð á Digranesgötu 2 þar sem óskað var eftir munum til að fegra heimilin og afþreyingarefni fyrir börn, unglinga og fullorðna. Íbúar Borgarbyggðar sem og velunnara verkefnisins svöruðu kallinu og því leitum við til ykkar aftur.
Nú vantar reiðhjól, línuskauta, hlaupahjól og skrautmuni fyrir heimilin eins og púða og lampa. Auk þess vantar heimilistæki eins og straujárn og strauborð.
Tekið verður á móti vörum sunnudaginn 8. maí kl. 12:00 – 14:00 á Digranesgötu 1. hæð.
Mikilvægt er að það sem gefið er, sé hreint og í góðu ásigkomulagi.