Mörk og merkingar

september 3, 2009
Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar auðkennt sauðfé sitt með eyrnamörkum en þá venju munu þeir hafa tekið með sér frá fyrri heimkynnum. Í Færeyjum, Noregi og á Bretlandseyjum eru eyrnamörk enn til og eru heiti sumra þeirra mjög áþekk íslenskum heitum. Markið löghelgar markeigandanum eignarréttinn á kindinni. Eyrnamörk eru nú víða aflögð eða lítt notuð í nágrannalöndum okkar og auðkenning með merkjum í eyrum látin duga til að sanna eignarréttinn. Helst eru eyrnamörk notuð þar sem fé margra eigenda gengur saman í högum, líkt og almennt gerist hér á landi. Árni Bragason kennari við Landbúnaðarháskólann hefur nú bætt enn einum kaflanum við rafræna bók um sauðfjárrækt. Smellið hér til að sjá allan kaflann.
 

Share: