Mjallhvít og dvergarnir sjö

mars 14, 2007

Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar eru nú að æfa söngleikinn Mjallhvít og dvergarnir sjö. Söngleikurinn er byggður á teiknimynd Walt Disneys við tónlist Franks Churchill.
Nemendurnir sem koma fram í sýningunni eru á aldrinum 7-12 ára. Um tónlistar- og leikstjórn sér Theodóra Þorsteinsdóttir og við flygilinn er Birna Þorsteinsdóttir.

Frumsýning verður föstudaginn 16, mars kl. 18:00. Önnur sýning verður laugardaginn 17. mars kl. 14:00 og síðasta sýningin verður mánudaginn 19. mars kl. 18:00. Það verða aðeins þessar þrjár sýningar og sýningartíminn miðast við hentugan tíma fyrir börn.

Ljósmynd: Theodóra Þorsteinsdóttir

 

Share: