Minningarrjóður Friðriks Þorvaldsonar

maí 19, 2022
Featured image for “Minningarrjóður Friðriks Þorvaldsonar”

Í rjóðri í Skallagrímsgarði stendur minnismerki um Friðrik Þorvaldsson sem reist var árið 1996. Friðrik var frumkvöðull sem vann að ýmsum framfaramálum meðan hann bjó í Borgarnesi, og var hann meðal annars öflugur hvatamaður að stofnun Skallagrímsgarðs. Auk minnismerkisins hafa afkomendur Friðriks og Helgu Guðrúnar Ólafsdóttur konu hans, gefið fimm bekki í garðinn á undanförnum árum, til minningar um syni þeirra hjóna.

Á vordögum komu nokkrir af afkomendunum og sóttu elstu bekkina, enda kominn tími á að fríska upp á þá og lagfæra. Þegar viðgerðum verður lokið koma bekkirnir aftur í garðinn.

Borgarbyggð þakkar afkomendum Friðriks og Helgu Guðrúnar fyrir einstaka og ómetanlega velvild og natni í garð sveitarfélagsins og Skallagrímsgarðs.

 

Á myndinni má sjá vaskan hóp afkomenda Friðriks og Helgu Guðrúnar sem sótti bekkina, talið frá vinstri:

Óskar Jóhann Óskarsson (Deddi), Friðrik Anton Markús Gretuson, Friðrik Þór Guðmundsson (Lilló), Friðrik Þór Óskarsson (Fiffó) og Finnbjörn Finnbjörnsson.

 


Share: