Minningargjöf

mars 4, 2009
Sverrir Heiðar
Jón Kristleifsson
Á dögunum barst nemendum í 8.-10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar gjöf til minningar um þá Jón Kristleifsson á Sturlu-Reykjum og Sverri Heiðar Júlíusson á Hvanneyri. Báðir létust þeir í vetur, langt um aldur fram. Jón Kristleifsson annaðist skólaakstur um tveggja áratuga skeið við skólann og hafði sérstakt yndi af öllum skemmti- og fræðsluferðum með nemendum. Sverrir Heiðar var alla tíð ötull foringi barna og unglinga í íþróttastarfi, sérstaklega knattspyrnu. Það var Aldís Eiríksdóttir, sem færði nemendum 100 þúsund krónur að gjöf með þeim óskum að minning þessara feðra og velunnara unglinganna mætti verða þeim hvatning til að njóta samveru og hollrar hreyfingar. Þessi upphæð verður lögð í sameiginlegan sjóð vegna skíðaferðar nú í vetur.
 

Share: