Miðvikudaginn 30. september næstkomandi flytur Pétur Pétursson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem ber heitið Vituð þér enn eða hvað? Lykillinn að dulmáli Völuspár, verður fluttur í bókhlöðusal Snorrastofu og hefst kl. 20.30.