Milljarður rís

febrúar 17, 2017
Featured image for “Milljarður rís”

UN Women vinnur að verkefninu „Öruggar borgir“ í fjölda landa. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á stöðu kvenna víða um heim og því ofbeldi sem þær eru beittar. Athygli almennings á verkefninu hefur verið vakin með því að safna fólki saman til að dansa í hádeginu, einn dag á ári. Undanfarin ár hefur þessi viðburður einungis verið haldinn í Reykjavík. Nú var hann haldinn á 12 stöðum víða um land og þar á meðal í Borgarnesi. Fjöldi fólks, bæði börn og fullorðnir, komu saman í Hjálmakletti í hádeginu 17. febrúar og tóku virkan þátt í þessum skemmtilega viðburði sem hefur alvarlegan undirtón.


Share: