Mikill áhugi á ,,Vistvernd í verki“

september 24, 2007
Þann 23. júní í síðastliðinn skrifaði Borgarbyggð undir samning við Landvernd um þátttöku sveitarfélagsins í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki”. Í framhaldi af því var íbúum sveitarfélagsins boðið að skrá sig í visthóp. Nú hafa 15 fjölskyldur skráð sig til þátttöku. Í hverjum hópi er gert ráð fyrir fulltrúum 5-8 fjölskyldna og því ljóst að hóparnir verða tveir á haustmisseri.
Haldinn verður fundur með öllum þátttakendum og gögnum úthlutað nú í vikunni. Hafi einhverjir íbúar Borgarbyggðar áhuga á að bætast í hópinn nú í haust eru þeir beðnir að hafa samband við afgreiðsluna í ráðhúsi Borgarbyggðar í síma 433 7100. Á sama stað er tekið við þátttökutilkynningum vegna vormisseris.
 
Mynd: Merki verkefnisins.

Share: