Mikil íbúafjölgun í Borgarbyggð

desember 30, 2005

Íbúar í Borgarbyggð hafa aldrei verið fleiri en nú í árslok 2005. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru íbúar í Borgarbyggð 2708 þann 1. desember 2005. Íbúum hefur því fjölgað um 115 á árinu eða um 4.5%. Mest var fjölgunin í Borgarnesi, en þar fjölgaði íbúum um 84 og eru nú 1841. Á Bifröst fjölgaði íbúum um 41 og eru nú 269. Allt bendir til þess að áfram muni íbúum fjölga á næsta ári, en nú eru ríflega 30 íbúðir í byggingu í Borgarnesi og á árinu 2005 hefur verið úthlutað lóðum undir um 130 íbúðir. Á Bifröst eru í undirbúningi bygging um 50 nýrra íbúða fyrir nemendur.
Íbúum í Borgarfjarðarsveit og Kolbeinsstaðahreppi fjölgaði einnig, en í Hvítársíðhreppi fækkaði íbúum um 1. Því voru alls 3625 í sveitarfélögunum fjórum sem munu sameinast nú í vor.

 
 

Share: