Mikil aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar

júlí 26, 2017
Featured image for “Mikil aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar”

Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Á degi hverjum sækja milli 500-600 gestir sundlaugina í Borgarnesi. Gerðar voru endurbætur á sundlaugin á Varmalandi í vor en hana sækja um 200-300 manns á dag yfir sumartímann. Um 50 manns hafa sótt sundlaugina á Kleppjárnsreykjum það sem af er sumri.

Í Sögu Borgarness 2, Bærinn við brúnna eftir Egil Ólafsson og Heiðar Lind Hansson kemur fram að framkvæmdir við sundlaugina í Borgarnesi hófust sumarið 1952 og var hún tekin í notkun árið 1955. Ungmennafélagið sá lengi vel um rekstur laugarinnar en bæjaryfirvöld tóku við rekstri hennar árið 1962.

Opnunartíma  sundlauga má finna hér:  https://borgarbyggd.is/opnunartimar/

 


Share: