Það verður líf og fjör í Borgarbyggð um helgina. Sveitarfélagið stendur fyrir Norrænu vinarbæjarmóti þar sem saman koma sveitarfélög frá Danmörku, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð, auk Borgarbyggðar. Alls verða þátttakendur um 120. Þá fer fram árlegt mót knattspyrnudeildar Skallagríms, Sparisjóðsmótið. Þátttakendur á mótinu verða alls um 400. Þar af er eitt lið frá Ullensaker, vinabæ Borgarbyggðar í Noregi. Allt bendir til að veðrið verði með besta móti og vonandi munu allir eiga góða og eftirminnilega helgi, gestir jafnt sem heimamenn.