Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) hafa í allan dag haft nóg fyrir stafni sér til skemmtunar. Flugdrekasmíði var snemma í morgun og mikið um að vera á skólalóðinni. Í hádeginu var síðan grillveisla og eftir hádegið var meðan annars farið í sápufótbolta á plastvelli á gamla tjaldsvæðinu. Þá er sápu hellt yfir plastdúk og keppendur renna til á flughálu plastinu.
Á miðvikudaginn var danssýning þar sem nemendur sýndu foreldrum og starfsfólki afrakstur danskennslu vetrarins. Upptaka frá danskennslunni er á heimasíðu skólans. Þann sama dag var lokaball vetrarins. Lokaballið var haldið í Valfelli og var 10. bekkingum í héraðinu boðið að vera með.
Í gær fóru nemendur með rútu til Reykjavíkur. Þar var farið út að borða eftir að hafa verið í Lasertag.
Myndir: Veronika G. Sigurvinsdóttir