Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki

nóvember 10, 2010
Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011.
 
Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi:
 
* Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands.
* Verkefni sem styðja menningartengda ferðaþjónustu og auka atvinnu.
* Menningarstarf sem stuðlar að nýsköpun,eykur listrænt starf og frumkvöðlastarf.
* Verkefni sem eflir samstarf milli svæða í menningarmálum og menningarferðaþjónustu.
*Verkefni sem hvetja til listræns samstarfs eldri- og yngri borgara Vesturlands.
* Verkefni sem efla fræðslu í listrænum og menningarlegum tilgangi.
Upplýsingar um styrkina eru á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is
Einnig veitir menningarfulltrúi frekari upplýsingar í síma 4332313 / eða 8925290 eða
í tölvupósti menning@vesturland.is
Umsóknarfrestur rennur út 20. desember 2010 og skal umsóknum skilað með rafrænum hætti á vef menningarráðsinswww.menningarviti.is
 
 

Share: