Þann fyrsta þessa mánaðar hóf Guðrún Jónsdóttir störf sem menningarfulltrúi hjá Borgarbyggð. Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningarmálum innan sveitarfélagsins og umsjón með framkvæmd stefnumörkunar þess í þeim málaflokki. Hann er einnig starfsmaður menningarnefndar sveitarfélagsins og vinnur náið með forstöðumönnum safna og stofnana sem vinna að menningarmálum um uppbyggingu þeirra og markaðssetningu. Meðal annarra tengdra verkefna sem menningarfulltrúi sinnir er umsjón heimasíðu, eftirlit með rekstri félagsheimila og undirbúningur og skipulag hátíðahalda á vegum sveitarfélagsins. Um hálft stöðugildi er að ræða.
Netfang Guðrúnar Jónsdóttur er gudrunj@borgarbyggd.is