Meistaramót Golfklúbbs Borgarness

júlí 18, 2007
Meistaramóti Golfklúbbs Borgarness lauk á Hamarsvelli á laugardaginn. Mótið hófst á miðvikudaginn og stóð því í fjóra daga í einmuna veðurblíðu. Keppt var í fjórum flokkum karla (skipt eftir forgjöf), einum flokki kvenna, öldungaflokki karla, öldungaflokki kvenna og flokki 13 ára og yngri. Þetta var fyrsta mótið sem leikið var á 18 holu Hamarsvelli og þótti það takast með miklum ágætum. Þátttakendur voru rúmlega 50 talsins.
 
Borgarnesmeistari karla er Jóhannes Kristján Ármannsson, sem lék holurnar 72 á alls 303 höggum, eða 19 yfir pari. Borgarnesmeistari kvenna er Júlíana Jónsdóttir á 397 höggum. Í 1. flokki karla var Bergsveinn Símonarson hlutskarpastur á 360 höggum, Jóhann Kjartansson sigraði 2. flokk karla á 401 höggi og 3. flokkinn sigraði Einar Þór Skarphéðinsson á 431 höggi. Þuríður Jóhannsdóttir sigraði í öldungaflokki kvenna á 285 höggum og Albert Þorkelsson sigraði öldungaflokk karla á 300 höggum. Í flokki 13 ára og yngri sigraði hinn stórefnilegi Bjarki Pétursson á 309 höggum og bætti jafnframt eigið vallarmet á degi þrjú er hann leik hringinn á 68 höggum.
Meðfylgjandi myndasyrpu tók Guðmundur Daníelsson.
 

Share: