Matráð vantar í leikskólann Andabæ, tímabundið vegna forfalla. Um er að ræða 100% starf með vinnutímann 8-16.
Andabær er leikskóli á heilsubraut og leggjum við áherslu á að bjóða upp á hollan mat unninn frá grunni í leikskólanum.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði matargerðar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur er til 15. sept 2011.
Nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 4370120.