Matráður í Klettaborg

október 3, 2013
Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Klettaborg sem er þriggja deilda leikskóli að Borgarbraut 101, Borgarnesi.
Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf og þar starfa 20 starfsmenn, rúmlega helmingur faglærðir leikskólakennarar og leiðbeinendur eru með mikla reynslu.
Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt skólastarf og er leikskólinn m.a. tilraunaleikskóli fyrir verkefnið: Heilsueflandi leikskóli sem er á vegum Embættis landlæknis. Matráður þarf að starfa í anda þess og samkvæmt Handbók fyrir leikskólaeldhús.
Helstu verkefni og ábyrgð
Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra.
Matráður er yfirmaður aðstoðarstarfsmanns sem er í hlutastarfi fyrir hádegi, auk þess sér matráður um þvotta o.fl.
 
Hæfniskröfur
* Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi
* Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á leikskólaaldri
* Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
* Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar
* Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
* Lipurð og færni í samskiptum
* Reynsla og þekking á rekstri mötuneyta
* Reynsla af leikskólastarfi æskileg
* Góð íslenskukunnátta
 
Nánari upplýsingar um starfið
* Starfshlutfall er 93,75%, vinnutími kl. 8-15.30.
* Starfið er laust frá 1. janúar 2014.
* Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KJALAR, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Launanefndar sveitarfélaga.
*Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
*Umsóknarfrestur er til 25. október 2013.
 
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri
s: 437-1425 eða steinunn@borgarbyggd.is
 
 

Share: