Fyrir skömmu auglýsti Borgarbyggð matjurtagarða til leigu bæði á Hvanneyri og í Borgarnesi. Viðbrögð voru afskaplega góð og nú er búið að leigja út marga garða. Vegna jákvæðra undirtekta og mikils áhuga íbúa á görðunum hefur umhverfisfulltrúi ákveðið að lengja frestinn til að sækja um garð til föstudagsins 8. maí.
Matjurtagarðarnir eru við gróðrastöðina Gleym-mér-ei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Í boði eru tvær stærðir garða í Borgarnesi og þrjár á Hvanneyri. Leiguverð er á bilinu 1 – 5.000 kr. eftir stærð. Áhugasamir hafi samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa í síma 437 1100 eða sendi póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is.