
Matjurtagarðarnir eru við gróðrastöðina Gleym-mér-ei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Í boði eru tvær stærðir garða í Borgarnesi og þrjár á Hvanneyri. Leiguverð er á bilinu 1 – 5.000 kr. eftir stærð. Áhugasamir hafi samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa í síma 437 1100 eða sendi póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is.