Vorið 2020 tók Bjarg við matjurðagörðum fyrir Borgnesinga af Sædísi í Gleym mér ei. Með stuttum fyrirvara náðist að gera garða fyrir þá sem þegar höfðu bókað garð en möguleiki er að stækka svæðið og því vill Bjarg kanna hvort fleiri vilja bætast í hópinn.
Matjurðagarðarnir eru á svæði sem Bjargsbúar hafa ávallt talað um sem ,,austur eftir“ og er bak við húsin að Fálkakletti 4-8. Uppskera fyrsta sumarsins var mjög góð en svæðið nýtur sólar fram undir kvöld auk þess að hafa einstakt útsýni yfir fjörðinn.
Leiga sumarið 2021 er eftirfarandi: 14 fm garður kr. 5.000 og 30 fm garður kl. 10.000.
Útsæði og plöntur eru ekki innifaldar í verðinu en garðanir verða afhentir tættir og merktir, með aðgang að vatni. Skráning og nánari upplýsingar veitir Heiður Hörn, netfang: bjarg@simnet.is, sími 864-1325 eða í FB skilaboðum.