“Matargatið” í Félagsmiðstöðinni Óðali

október 25, 2000

“Ristað brauð, samloku, bollasúpu, salatbar, rúnstykki” heyrist kallað þegar að krakkar úr 6.-10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi bregða sér út í félagsmiðstöð fyrir hádegi í löngum frímínútum til að fá sér snarl í formi salatbars á löngum skóladegi.
Þetta er liður í því að stuðla að fjölbreyttni og hollustu í nestismálum nemenda og er það í umsjón nemendafélagsins og félagsmiðstöðvarinnar.

Unglingarnir í 8. – 10. bekk gerðu sjálfir tilraun með þetta fyrirkomulag í fyrra og tókst
svo vel að 7. bekkur bættist við og nú hefur 6. bekkur einnig komið inn í þetta og líkar vel.
Krakkarnir eiga allir sérstakt hrós skilið fyrir afburðagóða umgengni.
Krökkunum finnst tilbreyting í því að bregða sér úr skólanum út í félagsmiðstöðina og er ætlunin að vera einnig með uppákomur úr félagslífinu á meðan á matargatinu stendur þegar fram líða stundir.
Eina vandamálið er að oft er knappur tími fyrir krakkana til að snæða í rólegheitum og eins hefur þeim yngstu reynst erfitt að nota matarmiðakortið sparlega því kortaformið bíður upp á óvarlega eyðslu hjá þeim eins þeim fullorðnu. Reynt er að halda vörum á kostnaðarverði en nemendafélagið greiddi með þessari starfsemi á síðasta ári, en telur það þess virði


Share: