Markmiðasetning og hreyfing

janúar 17, 2018
Featured image for “Markmiðasetning og hreyfing”

Leiðin að bættri heilsu

Markmiðssetning og hreyfing

  1. janúar kl. 20:00 í Hjálmakletti

Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið.

Leiðbeinandi: Logi Geirsson

Logi Geirsson er einkaþjálfari, viðskiptafræðingur og fyrrum handboltamaður. Hann hefur náð miklum árangri en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari og Evrópumeistari félagsliða í handbolta, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og var sæmdur Fálkaorðunni fyrir framlag sitt til íþrótta. Logi hefur flutt fyrirlestra sína víða um land fyrir fyrirtæki, íþróttafélög, skóla og vinnustaði. Í starfi sínu sem einkaþjálfari hefur hann tileinkað sér að aðstoða fólk í lífstílsbreytingu með frábærum árangri.

Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018


Share: