Mannauðsstjóri Borgarbyggðar – laust starf

janúar 9, 2017
Featured image for “Mannauðsstjóri Borgarbyggðar – laust starf”

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar nýtt starf mannauðsstjóra sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri mun hafa yfirumsjón með mannauðsmálum þess og vinna náið með sveitarstjóra og öðrum stjórnendum. Meginhlutverk mannauðsstjóra verður að þróa mannauðsmál sveitarfélagsins í nánu samstarfi við stofnanir þess og veita stjórnendum alhliða ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Næsti yfirmaður verður sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Helstu verkefni:

  • Þróun og framkvæmd starfsmanna- og mannauðsstefnu
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur um mannauðsmál
  • Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður
  • Umsjón með sí- og endurmenntun á vegum sveitarfélagsins
  • Skipulag og umsjón með ráðningum og nýliðamóttöku
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni launaáætlana
  • Framkvæmd kannana um starfsmannamál og vinna að úrbótum og eftirfylgni
  • Þróun og innleiðing á viðverustjórnunarkerfi
  • Upplýsinga- og samskiptamál gagnvart starfsfólki og íbúum

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála eða tengdum greinum
  • Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála
  • Þekking og/eða reynsla á úrvinnslu tölfræði­legra gagna
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Rík þjónustulund
  • Þekking á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar
  • Frum­kvæði og metn­aður til að ná árangri
  • Góð skipu­lags­hæfni og sjálf­stæði í starfi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Ráðið verður í starfið sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Borgarbyggðar.

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til eirikur@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Share: