Málþing um líffæragjafir

október 2, 2012
Þann 14. september síðastliðinn varð Rótarýklúbbur Borgarness sextugur. Af því tilefni stendur klúbburinn fyrir opnu málþingi um líffæragjafir, miðvikudaginn 3. október í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meðal frummælenda verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Baldursson frá landlæknisembættinu, Sveinbjörn Berentsson bráðatæknir og Inga S. Þráinsdóttir hjartalæknir. Auk þeirra munu nokkrir líffæraþegar segja frá reynslu sinni og upplifun.Málþingið hefst kl. 19.30.
 

Share: