Málþing um atvinnumál

febrúar 21, 2011
Laugardaginn 26. febrúar næstkomandi mun Borgarbyggð standa fyrir málþingi í Reykholti um atvinnumál. Þingið hefst kl.13.00 og mun standa til 16.30. Ýmsir góðir gestir munu flytja erindi, en erindin eiga það felst sameiginlegt að fjalla um atvinnuuppbyggingu í Borgarfjarðardölum og uppbyggingu í sátt við umhverfið. Dagskrá þingsins má sjá hér og allir áhugasamir um atvinnumál í Borgarbyggð eru hvattir að koma á málþingið.
 
 

Share: